Untitled

Artist Thor Stiefel in his studio

En ég þarf ekki að finna upp eitthvað nýtt. Að vinna með hefðir er fínt. Já ég fann ekki upp abstrakt málverkið. Ég byggi á forverum í myndlist. Ég er ekki að finna upp hjólið. En ég er að skapa verk sem eru einstök, hafa aldrei og munu aldrei vera gerð af nokkurri annarri manneskju. Að gera sína útgáfu og setja sitt mark á eitthvað, þó það sé ekkert framúrskarandi frumlegt er þessi hreina ást á sköpun. Það er ekkert nýtt undir sólinni og þetta ákall um “NÝTT – NÝTT – NÝTT” er fyrir mér eins og mantran: MEIRA – MEIRA – MEIRA!